Orkumálinn 2024

Metár í síldarfrystingu hjá Skinney-Þinganes

jona_s.jpgSíldveiðar í haust gengu með afbrigðum vel hjá Skinney-Þinganes á Hornafirði, þótt langt hafi verið að sækja síldina, en eins og kunnugt er hefur hún haldið sig í Grundarfirði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Skinneyjar-Þinganes

Skipin þrjú, Jóna Eðvalds, Krossey og Áskell hafa veitt síldina jafnt og þétt þannig að varla hefur fallið úr dagur í framleiðslunni í landi og má segja að síldarvinnsla hafi verið stanlaust í gangi frá byrjun október fram yfir miðjan desember. Unnið hefur verið á 12 tíma vöktum við vinnsluna. Á árinu 2007 voru fryst yfir tíu þúsund tonn af síldarafurðum hjá félaginu, sem er metár í síldarfrystingu. Á árinu var tekið á móti yfir 30 þúsund tonnum af Íslandssíld til manneldisvinnslu hjá félaginu, en aldrei hefur meira af Íslandssíld verið landað til vinnslu á Höfn á einu ári. Auk þessa hefur talsvert af síld borist til fiskimjölsverksmiðjunnar á Höfn þannig að heildaraflinn er mun meiri. Skipin fóru til síldveiða á ný í byrjun árs og hefur gengið vel sem af er. Gert er ráð fyirir að síldveiðum verði lokið um miðjan janúar.

 

Mynd: Jóna Eðvalds SF-200 við bryggju.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.