Þýsk listakona sýnir í Breiðdalssetri: Kannar hvernig vísindalegum gögnum er safnað

Í tengslum við sýninguna mun Jenny halda erindið Data Flows and Landscape Observations þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20:00 í Breiðdalsetri.
Þungamiðja verka Jenny er að kanna hvernig vísindalegum gögnum er safnað. Samhliða því skoðar hún bæði hvers konar áhrif söfnunin og sjónræn framsetning á þeim hefur á áhorfendur. Með þennan vinnuramma að leiðarljósi fór Jenny í rannsóknarferð til Napólí á Ítalí í ársbyrjun 2015. Þar safnaði hún gögnum um eldfjallið Vesuvius hjá Osservatorio Vesuviano, Jarðeðlis – og eldfjallafræðistofnum Ítalíu (INGV).
Síðan kom hún til Íslands og dvöl hennar hér á landi leiddi hana til Austurlands og Breiðdalsvíkur þar sem henni bauðst að halda áfram að vinna að rannsóknum sínum í Breiðdalssetri. Setrið leggur meðal annars áherslu á að halda uppi heiðri jarðfræðingsins George P.L. Walker, sem gerði framúrskarandi uppgötvanir í rannsóknum sínum á eldfjallafræði.
Gögn hans, þ.e. skýrslur, teikningar, bækur og kort, gefa innsýn inn í hvernig hann leysti leyndardóminn um jarðfræði á Austurlandi. Í kjölfarið vann Jenny að því að meta gögnin og kortleggja efnið, ásamt að tengja það við reynsluheim íbúana, þegar hún dvaldi tímabundið sem gestalistamaður í Skaftfelli.