Þýsk listakona sýnir í Breiðdalssetri: Kannar hvernig vísindalegum gögnum er safnað

bdalsvik 05022015 0027 webÞessa dagana stendur yfir sýningin Paralell Line Up í Breiðdalssetri þar sem þýski listamaðurinn Jenny Brockman skoðar umhverfið, virkni þess og gagnkvæm tengsl við manneskjuna. Hún rannsakar sérstaklega eldfjallafræði og jarðfræði. Sýningin opnaði þann 16. ágúst og stendur til 26. ágúst.

Í tengslum við sýninguna mun Jenny halda erindið Data Flows and Landscape Observations þriðjudaginn 25. ágúst kl. 20:00 í Breiðdalsetri.

Þungamiðja verka Jenny er að kanna hvernig vísindalegum gögnum er safnað. Samhliða því skoðar hún bæði hvers konar áhrif söfnunin og sjónræn framsetning á þeim hefur á áhorfendur. Með þennan vinnuramma að leiðarljósi fór Jenny í rannsóknarferð til Napólí á Ítalí í ársbyrjun 2015. Þar safnaði hún gögnum um eldfjallið Vesuvius hjá Osservatorio Vesuviano, Jarðeðlis – og eldfjallafræðistofnum Ítalíu (INGV).

Síðan kom hún til Íslands og dvöl hennar hér á landi leiddi hana til Austurlands og Breiðdalsvíkur þar sem henni bauðst að halda áfram að vinna að rannsóknum sínum í Breiðdalssetri. Setrið leggur meðal annars áherslu á að halda uppi heiðri jarðfræðingsins George P.L. Walker, sem gerði framúrskarandi uppgötvanir í rannsóknum sínum á eldfjallafræði.

Gögn hans, þ.e. skýrslur, teikningar, bækur og kort, gefa innsýn inn í hvernig hann leysti leyndardóminn um jarðfræði á Austurlandi. Í kjölfarið vann Jenny að því að meta gögnin og kortleggja efnið, ásamt að tengja það við reynsluheim íbúana, þegar hún dvaldi tímabundið sem gestalistamaður í Skaftfelli.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.