Prins Póló í yfirheyrslu: Erum að breyta fjósi í snakkverksmiðju

svavar1 ausTónlistarmaðurinn, Berfirðingurinn og bóndinn, Svavar Pétur Eysteinsson sem er betur þekktur sem Prins Póló hafði í nægu að snúast á nýliðinu ári.

Hann var mjög áberandi í tónlistarlífinu og gaf meðal annars út tvær plötur, Sorrí og París Norðursins, og geymir sú síðarnefnda tónlist úr samnefndri kvikmynd. Þó nokkur lög af báðum plötunum fengu mikla spilun á öldum ljósvakans og átti hann meðal annars topplagið á vinsældarlista Rásar 2 um langt skeið. Platan Sorrí var svo valin besta plata ársins meðal annars af Dr. Gunna.

„Ég mjög sáttur við það sem á undan hefur gengið og fullur tilhlökkunar fyrir því sem koma skal," segir Prins Póló þegar blaðamaður Austurfréttar hafði samband við hann.

En hvað er framundan á árinu 2015?„Við erum í framkvæmdum á eigninni hér í sveitinni, erum að breyta fjósi í snakkverksmiðju sem verður opnuð innan skamms. Svo stefnum við á að opna gistiheimili og listamannavinnustofur í gamla bænum og þegar það er búið förum við að huga að vorverkunum. Svo ætla ég að reyna að koma mér upp hljóðveri svo ég geti farið að hræra saman einhverja mússík þegar andinn kemur yfir mig,“ segir tónlistarmaðurinn sem er í yfirheyrslu þessa vikuna.

Fullt nafn:  Svavar Pétur Eysteinsson

Aldur: Þrjátíu og eitthvað

Starf: Bóndi, tónlistarmaður og grafískur hönnuður.

Maki: Berglind Häsler

Börn: Elísa (15), Hrólfur (4) Aldís (1)

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Túnfóturinn á Karlsstöðum og Djúpivogur, auk þess sem Seyðisfjörður er í sérstöku uppáhaldi.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Tómatsósa, tómatsósa, tómatsósa

Hvaða töfralausn trúir þú á? Svefninn

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir  þú?  Set púðursykur og rjóma út á hafragrautinn.

Hvernig líta kosífötin þín út?  Kraftgallinn er mjög kósí.

Hvað bræðir þig?  Ungviðið. Og þá sérstaklega kettlingar.

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?  Ristað brauð.

Hver er uppáhalds liturinn þinn?  Allt er vænt sem vel er grænt.

Hver er uppáhalds bókin þín?  Sjóræninginn eftir Jón Gnarr er síðasta bók sem hafði áhrif á mig

Hvert er uppáhalds lagið þitt?  Money for Nothing

Hvernig er týpískur dagur hjá þér?  Vakna, drekka kaffi og koma krökkunum í skólann, taka töflufund með frúnni, fara í skítagallann og drífa sig í draslið.

Settirðu þér áramótaheit fyrir 2015?  Ég er búinn að vera í hörðu sykurbindindi allt þetta ár og gengur mjög vel!


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.