Orkumálinn 2024

Breyta íssílóinu í stúdíó

UnaogVinny-StudioSiloÍ Sköpunarmiðstöðinni í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði er í sumar stefnt að því að breyta fyrrum íssílói í hljóðver fyrir tónlistarfólk. Söfnun er hafin til að kaupa tækjabúnaðinn. Aðstandendur segja að hljóðverið geti orðið lyftistöng fyrir tónlistarlíf á Austurlandi.

Þau Una Sigurðardóttir og Vinny Wood settust að á Stöðvarfirði í vor og hafa tekið verkefnið að sér. Vinny er írskur tónlistarmaður sem hefur rekið upptökuver þar í landi síðastliðinn áratug en Una er íslensk listakona og þykir einkar handlaginn smiður.

Una segir að sílóið henti vel fyrir upptökuver. „Það er vel einangrað og því kemur eiginlega ekkert hljóð inn í það né berst út. Við þurfum samt að gera talsverðar breytingar á því," útskýrir hún. Hún segir að undanfarna daga hafi verið reynt að safna timbri úr nálægum byggðarlögum til að nota í vinnuna. „Við erum búin að vera með allar klær úti."

Hún segir að hljóðverið verði opið fyrir tónlistarfólk alls staðar að. Það geti glætt tónlistarlíf svæðisins þegar fólk kemur að til að taka upp og dvelst þá á Stöðvarfirði um hríð. Nálægðin við Sköpunarmiðstöðina og ólíkar smiðjur þar geri það að verkum að hægt verði að klára útgáfuna alveg, meðal annars með hönnun og prentun plötuumslaga.

Mesti kostnaðurinn við breytingarnar felst í að kaupa upptökubúnað upp á um hálfa milljón króna. Því hefur verið hrundið af stað söfnun á hópfjármögnunarvefnum karolinafund.com. Hún stendur í 30 daga og allt eða ekkert er undir því féð verður ekki innheimt nema takmarkið náist fyrir tilskilinn tíma.

Hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins á facebook.com/studiosiloinhere og svo á vef Sköpunarmiðstöðvarinnar www.inhere.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.