Tvíburabæir með 1500 km millibili sameinaðir í myndlistarsýningu

seydisfjordurMyndlistarsýningin Twin City opnar á horninu við Ölduna á Seyðisfirði klukkan 15:00 í dag. Að sýningunni standa listamenn frá Noregi, Danmörku og Íslandi. Hún sameinar Seyðisfjörð og Melbu í Noregi sem annars eru aðskildir með 1500 km millibili sem er opið haf.

Listræna verkefnið Twin City fer fram á almenningsvæðum beggja bæjanna; á götunni, á húsunum og í búðunum, og segir sögu bæjanna; samtímis.

Twin City er listrænt verkefni sem miðar að umsköpun umhverfisins, sögunnar og samtímans í smábæjunum Melbu og Seyðisfirði. Götur bæjanna, hús og verslanir segja sögu þéttbýlis hinum megin við Atlantshafið, sem til tilbreytingar líkjast staðnum sem þú býrð á.

Twin City samanstendur af stórum videóvörpunum og þrívíð verk með beint gagnvirkt streymi um alnetið. Verkefnið er unnið af frumkvæði fyrrum gestalistamanna Skaftfells, Asle Lauvland Pettersen og Ditte Knus Tönnesen, ásamt Pétri Kristjánssyni.

Sýningin stendur til 15. febrúar. Klukkan 14:00 verður boðið upp á sögugöngu með leiðsögn en mæting er við Tækniminjasafn Austurlands. Fimmtudaginn 13. febrúar verður boðið upp á bíósýningu og listamannaspjall í Herðubreiðarbíói klukkan 20:00.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.