Ellefu grunnskólar kynntust prenttækni í Skaftfelli og Tækniminjasafninu - Myndir

TM Fellaskoli 09 webSkaftfell – miðstoð myndlistar á Austurlandi hefur síðustu mánuði staðið fyrir fræðsluverkefni fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla um Dieter Roth og prenttækni. Um 250 nemendur frá ellefu skólum nýttu sér boðið um vettvangsferð á Seyðisfjörð.

Boðið var upp á leiðsögn sýningu með prentverkum eftir Dieter í Skaftfelli og komið við í listsmiðju en eins var Tækniminjasafn Austurlands heimsótt og þar skoðaðar prentvélar frá síðustu öld.

Alls komu ellefu skólar með um 250 nemendur: Brúarárskóli, Fellaskóli, Eskifjarðarskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Grunnskóli Breiðdalshrepps, Hallormsstaðarskóli, Egilsstaðaskóli, Nesskóli, Grunnskóli Djúpavogs og Seyðisfjarðarskóla.

Sérstök áhersla var lögð á að koma til skila grunnaðferðum prenttækni og vinnuferli Dieters en hann var sérstaklega lunkinn í að gera tilraunir og vinna að sköpun án þess að gefa sér fyrirfram ákveðna útkomu.

Í listsmiðjunni fengu nemendur að búa til eigið bókverk sem samanstóð af tveimur verkefnum; annars vegar tvíhendisteikningum í anda Dieters og hins vegar stimplaverkefnum þar sem fengist var við afbökun myndmáls og tungumáls.

Á Tækniminjasafninu skoðuðu nemendur prentvélar þar á meðal steinþrykkpressu, djúpþrykkpressu og háþrykkpressu áður í eigu Dieters heitins. Auk þess fengu þau sýnikennslu í prenttækni frá miðri síðustu öld með Intertype setningarvél og Grato press prentvél.

Myndir: Marie Dann

Þurp djupSKA Djupivogur 4 webSKA Djupivogur 10 webSKA Fáskrú sfjör ur 11 webSKA Fellaskóli 2 webSKA Fellaskóli 15 webSKA Hallormssta ur 11 webSKA Hallormssta ur 18 webSKA Neskaupsta ur 1 webSKA Neskaupsta ur 11 webTM Djupivogur 01 webTM Djupivogur 06 webTM Egilss. og Bruararskoli webTM Fellaskoli 08 web
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.