„Ég veit ekki hvernig þetta gat gerst“

„Við ákváðum að prófa að setja auglýsingu á Facebook og biðja vini okkar í Danmörku að deila henni. Ég bjóst í mesta lagi við 200 deilingum, alls ekki þessu,“ segir María Hjálmarsdóttir sem hefur ekki undan við að fara yfir umsóknir eftir að hún og maðurinn hennar óskuðu eftir aupair. Auglýsingunni hefur nú verið deilt yfir 7000 sinnum og í morgun voru þau hjónin í viðtali á dönsku útvarpsstöðinni DR P4 vegna málsins.

Lesa meira

Kemur á Airwaves til að sjá hljómsveitir eins og Austurvígstöðvarnar

David Fricke, einn af ritstjórum bandaríska tímaritsins Rolling Stone, er afar ánægður með að hafa séð austfirsku pönksveitina Austurvígstöðvarnar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hann segir tónleika sveitarinnar hafa minnt hann á hvers vegna hann sæki hátíðina.

Lesa meira

Besta vika ársins á Austurfrétt

Ríflega tólf þúsund einstakir notendur heimsóttu Austurfrétt í síðustu viku og hafa þeir aldrei verið fleiri á þessu almanaksári.

Lesa meira

Hollvinasamtök safna fyrir hjartastuðtæki

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) eru að hefja söfnun fyrir hjartastuðtæki fyrir heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Markmiðið er að tækið verði komið fyrir lok árs.

Lesa meira

„Þeir öskra og svo syng ég nokkur lög“

Tónleikar undir merkjum Skonrokks verða haldnir í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Einn af söngvurum hópsins er Borgfirðingurinn Magni Ásgeirsson sem lýsir hópnum sem saumaklúbbi miðaldra karlmanna.

Lesa meira

Safna fyrir húseigandann sem missti allt sitt í brunanum

Söfnun hefur verið hrundið af stað til styrktar Ívari Andréssyni sem var til heimilis að Hafnargötu 46 á Seyðisfirði. Húsið gereyðilagðist í eldi fyrir tæpum tveimur vikum og Ívar missti allar eigur sínar.

Lesa meira

„Hún var alltaf að“

Sýning á bútasaumsverkum Önnu Maríu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði var haldin í Stöðvarfjarðarskóla um miðjan september. Sýningin var haldin til minningar um Önnu Maríu, sem hefði fagnað 70 ára afmæli sínu um þetta leyti, en hún lést sumarið 2016.

Lesa meira

„Sumir dagar voru erfiðari en aðrir“

„Líklega gáfu ljóðrænurnar mér einna helst aðra sýn á hversdagsleikann, á daglegt líf mitt. Sömuleiðis þótti mér vænt um þegar vinir mínir véku sér að mér, bæði á samskiptamiðlum og í búðinni, og þökkuðu eða hrósuðu ljóðrænu dagsins, það var hvetjandi á allan hátt,“ segir Björg Björnsdóttir á Egilsstöðum, sem hefur skrifað stuttan skapandi texta og birt á samfélagsmiðlum sínum hvern dag síðastliðið ár.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar