Íþróttir
Benedikt tekur við sem formaður UÍA
Benedikt Jónsson hefur tekið við sem formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Fráfarandi formaður, Gunnar Gunnarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs á sambandsþingi UÍA nýlega en hann hefur verið formaður undanfarin níu ár.