11. september 2021
Höttur/Huginn deildarmeistari
Í dag varð Höttur/Huginn deildarmeistari í 3. deild karla í knattspyrnu með sigri á ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Það er því ljóst að liðið mun leika í 2. deild að ári. Tímabilið hefur verið býsna gott hjá Hetti/Hugin en liðið komst í toppsæti deildarinnar í 2. umferð og hefur ekki látið það af hendi síðan.