16. september 2021
Sex spænskir leikmenn hjá Þrótti Fjarðabyggð í vetur
Þróttur Fjarðabyggð hafa fengið liðstyrk fyrir veturinn bæði meistaraflokkur kvenna og karla. Jamie Monterroso Vargas og José Federico Martin (Fede) hafa samið við karlaliðið og Alba Hernandez Arades og Paula Miguel de Blas við kvennaliðið en öll eru þau spænsk. Þá halda Maria Jimenez Gallego og Miguel Angel Ramos áfram að spila með liðinu en þau voru einnig á síðasta tímabili.