24. febrúar 2022
Höttur/Huginn hlaut háttvísisverðlaun KSÍ
Knattspyrnulið Hattar/Hugins þótti vera prúðasta liðið í 3. deild karla á liðnu tímabili ásamt knattspyrnufélaginu Sindra frá Höfn og hlutu að launum háttvísisverðlaun Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2021.