11. apríl 2022
Höttur með góða ferð á Norðurlandamótið í fimleikum
„Það var örlítið hikst á þeim í trampólínæfingunum en allt annað gekk afar vel með tilliti til að þetta er fyrsta utanlandsferðin þeirra á svona sterkt mót,“ segir Ásta Svandís Jónsdóttir, en hún var ein þeirra foreldra sem fylgdu fimleikaliði Hattar á Norðurlandamót unglinga sem fram fór um helgina.