
Í gærkvöldi var leikin heil umferð í 2. deild karla í knattspyrnu. Huginn tók á móti KV á Seyðisfirði, Leiknismenn léku við Sindra í Fjarðabyggðarhöllinni og Hattarmenn fóru í ferðalag norður, þar sem þeir mættu Dalvík/Reyni. Skemmst er frá því að segja að öll austfirsku liðin unnu leiki sína.