Skip to main content

Urriðavatnssundi aflýst

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. maí 2020 17:41Uppfært 20. maí 2020 17:42

Urriðavatnssundi, sem haldið er í samnefndu vatni í júlí ár hvert, hefur verið aflýst í ár vegna óvissu út af Covid-19 faraldrinum.


Í tilkynningu segja skipuleggjendur að þeir hafi til þessa haldið opnum möguleikanum á að halda sundi í sumar. Þeir telja ekki forsendur til að gera það lengur, að höfðu samráði við sóttvarnalækni.

Skipuleggjendur segja einkum tvær ástæður hafa ráðið ákvörðunin. Annars vegar sú mikla ábyrgð sem fælist í að stefna saman og í versta falli útsetja mögulega fyrir smiti hluta þeirra sem tilheyra framvarðarsveit í COVID-19 faraldri á Austurlandi.

Undanfarin ár hafa að minnsta kosti 25 björgunarsveitarmenn auk 3-5 heilbrigðisstarfsmanna verið kjarninn í starfsmönnum sundsins, en þeir hafa gætt öryggi sundfólks.

Í framhaldi af þessu gæti erfitt að öryggi sundmanna, en einmitt það hefur verið eitt helsta áhersluatriðið við skipulag sundsins.

Skipuleggjendur stefna hins vegar ótrauðir á að halda sundið sumarið 2021.