Skip to main content

Tvær frá Þrótti fengið gull með íslensku landsliðunum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. okt 2021 16:39Uppfært 21. okt 2021 16:42

Tveir leikmenn Þróttar Neskaupstaðar hafa að undanförnu komið heim með gullverðlaun úr verkefnum með íslenska landsliðinu.


Randíður Anna Vigfúsdóttir var í U-17 ára landsliði kvenna sem um helgina vann NEVZA Norðurlandamótið, en leikið var í Ikast í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska liðið vinnur slíkt mót.

Mótherjarnir í úrslitaleiknum voru Danir en íslenski sigurinn var nokkuð öruggur, 3-0 eða 25-20, 25-14 og 25-19 í hrinum.

Í byrjun september náði U-19 ára liðið einnig sínum fyrstu gullverðlaunum í móti smáþjóða sem leikið var á Laugarvatni. Auk Íslands léku þar Færeyjar, Gíbraltar og Malta.

Ester Rún Jónsdóttir var í íslenska liðinu sem vann Færeyinga í oddahrinu í úrslitum. Hrinurnar, í leiknum sem 2 tíma og 20 mínútur fóru 26-24, 17-25, 25-20, 18-25 og loks 15-10.

Jakob Kristjánsson var í íslenska U-17 ára drengjaliðinu sem tapaði fyrir Færeyingum í leik um þriðja sætið á mótinu í Ikast um helgina.

Randíður fjórða frá vinstri eða í treyju númer fjögur. Mynd: Blaksamband Íslands