Tvö á palli á Íslandsmóti í taekwondoe
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. mar 2013 18:02 • Uppfært 08. jan 2016 19:24
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir og Jóhann Beck Vilhjálmsson sem æfa með Hetti á Egilsstöðum komust bæði á verðlaunapall á Íslandsmóti í bardaga (sparring) sem haldið var fyrir skemmstu.
Jóhann keppti í C Cadet M <55 flokki og náði þar gullverðlaunum. Þuríður Nótt var í BC Cadet F <37 flokki og varð í öðru sæti.
Þuríður stefnir annars á Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi 24. maí og er að safna sér fyrir ferðinni. Auk ferðarinnar til þarf hún í æfingaferðir til Reykjavíkur fyrir stóra mótið.