Skip to main content

Toppslagur í körfuboltanum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jan 2022 18:05Uppfært 27. jan 2022 18:05

Toppslagur verður í fyrstu deild karla í körfuknattleik annað kvöld þegar Höttur tekur á móti Haukum.


Höttur er í efsta sætinu, sem gefur beint sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Liðið er með 26 stig eftir fimmtán leiki. Haukar eru hins vegar í öðru sæti, tveimur stigum á eftir en eiga leik til góða. Hafnfirðingar unnu fyrri leik liðana í Hafnarfirði. Það er annar af tveimur tapleikjum Hattar á leiktíðinni.

Covid-faraldurinn hefur riðlað leikjafyrirkomulagi deildarinnar verulega. Höttur var um tíma í þriðja sæti en átti þá fjölda leikja inni. Liðið hefur nú unnið upp leikina og mætti Hamri á heimavelli á mánudagskvöld. Sá leikur vannst örugglega 119-63.

Vegna faraldursins fá engir áhorfendur að mæta í salinn. Leikurinn verður hins vegar sýndur beint á Höttur TV. Leikurinn hefst klukkan 19:15.