Skip to main content

Tobias og Tinna fljótust í hlaupi Launafls

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. maí 2019 15:53Uppfært 07. maí 2019 15:53

Tobias Lucas og Tinna Rut Guðmundsdóttir voru fljótust í 1. maí hlaupi Launafls sem fram fór á verkalýðsdaginn í síðustu viku.


Hlaupið var fyrst haldið árið 2009 og þetta því ellefta skiptið. Keppendur voru ræstir við verslun fyrirtækisins á Reyðarfirði og hlaupið að sundlauginni á Eskifirði, alls 13,5 km leið. Þá var einnig í boði skemmtiskokk. Alls tóku 12 hlauparar þátt í hlaupinu.

Í kvennaflokki var Tinna Rut Guðmundsdóttir fljótust á 1:01,00 klst., Borghildur Sigurðardóttur önnur á 1:11,12 klst. og Þóra Jóna Árbjörnsdóttir þriðja á 1:13,02 klst.

Í karlaflokki hljóp Tobias Lucas hraðast á 1:02,10 klst., en Sigurjón Rúnarsson kom í mark 34 sekúndum síðar. Guðmundur Hinrik Gunnlaugsson varð þriðji á 1:16,10.

Við upphafi hlaupsins sendi Magnús Helgason, forstjóri Launafls, sérstakar kveðjur til Eyþórs Hannessonar sem hefur verið fastagestur í hlaupinu. Eyþór komst ekki að þessu sinni þar sem hann var í Osló þar sem hann hefur verið í krabbameinsmeðferð.