Skip to main content

Þróttur Fjarðabyggð fer vel af stað

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. sep 2021 11:01Uppfært 29. sep 2021 11:01

Uppskeran var góð hjá Þrótti Fjarðabyggð í blakinu síðastliðna helgi en karlaliðið sigraði Fylki og kvennaliðið lék tvo leiki gegn Þrótti Reykjavík og vann báða. Allir leikirnir fóru fram á heimavelli Þróttar.


Sigur karlaliðsins á Fylki var sannfærandi og lauk 3-0 þar sem Ramses Ballesteros var stigahæstur í liði Þróttar með 13 stig. Þeir Andri Snær Sigurjónsson og Miguel Angel Melero voru báðir með 11 stig.


Báðir leikir kvennaliðsins fóru 3-1 um helgina og var Ester Rún Jónsdóttir stigahæsti Þróttari helgarinnar með samtals 34 stig í leikjunum tveimur.


Kvennalið Þróttar fer vel af stað í Íslandsmótinu og eru enn sem komið er með fullt hús stiga en karlaliðið með einn sigur og eitt tap.

 

Ljósm: Sigga Þrúða