Skip to main content

Þrjú í yngri landsliðshópum í körfuknattleik

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. des 2021 09:52Uppfært 02. des 2021 09:54

Þrír leikmenn frá Hetti hafa verið valdir í æfingahópa yngri landsliða í körfuknattleik. Austfirðingar eiga einnig fulltrúa í unglingalandsliðum í knattspyrnu og blaki.


Tilkynnt var um æfingahópa Körfuknattleikssambandsins, sem koma saman í desember, í gær. Frá Hetti eru kölluð til æfinga Brynja Líf Júlíusdóttir í U-15 ára stúlkna, Vignir Steinn Stefánsson í U-15 ára drengja og Viktor Óli Haraldsson í U-16 ára drengja.

Freyja Karín Þorvarðardóttir úr Þrótti Neskaupstað æfði nýverið með U-19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Leikjum liðsins gegn Svíum var hins vegar aflýst þar sem Svíarnir hættu við komu sína til landsins vegna stöðu Covid-faraldursins hérlendis. Nýverið var tilkynnt um að hún myndi næsta sumar leika með Þrótti Reykjavík. 

Þá á Þróttur einnig fjóra leikmenn í unglingalandsliðunum í blaki sem valin voru eftir æfingabúðir á Húsavík um síðustu helgi. Liðin fara í desember til Danmerkur og spila þar í forkeppni Evrópumótsins.

Í U-17 ára landsliðinu kvenna eru þær Hrefna Ágústa Marinósdóttir, Amalía Pálsdóttir Zoega og Erla Marín Guðmundsdóttir en Jakob Kristjánsson er í U-18 ára drengja.

Freyja Karín Þorvarðardóttir var valin í U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu nýverið. Mynd: Skapti Hallgrímsson