Skip to main content

Þrír fyrrum leikmenn Þróttar í karlalandsliðinu í blaki

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. ágú 2022 11:59Uppfært 03. ágú 2022 11:59

Þrír fyrrum leikmenn Þróttar Neskaupstað eru í karlalandsliðinu í blaki sem mætir Portúgölum í forkeppni Evrópumótsins í kvöld.


Leikmennirnir eru þeir Ragnar Ingi Axelsson, sem nú spilar með Hamri í Hveragerði, Atli Fannar Pétursson, sem í sumar gekk til liðs við Aftureldingu frá Fylki og Galdur Máni Davíðsson, úr Marienlyst í Danmörku. Ragnar og Atli Fannar eru uppaldir Norðfirðingar en Galdur Máni Seyðfirðingur.

Landsliðið hélt utan í gærkvöldi og spilar gegn Portúgölum klukkan 21:00 að staðartíma í Póvoa de Varzim. Á sunnudag spilar liðið heima gegn Lúxemborg í Digranesi klukkan 15:00.

Leikirnir eru í forkeppni Evrópumótsins 2023.