Skip to main content

Spilað til heiðurs Kristjáni í kvöld

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. nóv 2021 09:52Uppfært 09. nóv 2021 09:53

Briddsspilarar á Austurlandi ætla að spila lengur en venjulega í kvöld í minningu Kristjáns Kristjánssonar, sem löngum var áhrifamaður í briddslífi Austurlands.


Austfirskir briddsspilarar hittast vikulega í sal eldri borgara að Melgerði á Reyðarfirði á þriðjudagskvöldum klukkan 19:30.

Í kvöld verður hins vegar byrjað að spila klukkan 18:00. Það er til að heiðra minningu Kristjáns Kristjánssonar, fyrrum forseta Bridgesambands Íslands sem lengi var framarlega í bridgehreyfingunni á Austurlandi en hann hefði orðið áttræður í dag.

„Við komum saman spilarar allt frá Borgarfirði suður á Stöðvarfjörð og það eru allir velkomnir,“ segir Sigurður Hólm Freysson, formaður Bridgefélags Fjarðabyggðar.

Mynd úr safni.