Spænskir leikmenn í Fjarðabyggð og Leikni F.
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. júl 2021 10:28 • Uppfært 30. júl 2021 10:28
Fjarðabyggð og Leiknir F. bættu við sig leikmanna rétt áður en íslenski félagsskiptaglugginn lokaði í gær. Töluverð velta af leikmönnum, að mestu erlendir leikmenn, hefur verið á Austurlandi í félagsskiptaglugga sumarsins.
Fjarðabyggð fær til sín 23 ára gamlan sóknarmann frá Spáni sem heitir Miguel Angel Escobedo.
Leiknir F. sækja sér hafsent sem er 24 ára gamall og heitir Pablo Lluch. Hann lék síðast með UD Gijón Industrial í þriðju deild Spánar.
Á myndinni er Pablo Lluch leikmaður Leiknis F.