Sex leikmenn Þróttar í landsliðsverkefnum í byrjun árs
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. jan 2019 15:03 • Uppfært 15. jan 2019 15:05
Sex leikmenn Þróttar Neskaupstað tóku þátt í landsliðsverkefnum í blaki í byrjun árs. Þar af voru þrír leikmenn í A-landsliðunum í forkeppni Evrópukeppninnar.
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir voru í kvennalandsliðinu sem lék við Slóveníu og Belgíu. Í því voru einnig tveir fyrrverandi leikmenn Þróttar, Gígja Guðnadóttir og Erla Rán Eiríksdóttir. Þjálfararnir komu einnig frá Norðfirði, þau Borja Vincalez og Ana Vidal.
Galdur Máni Davíðsson var í karlalandsliðinu sem lék við Moldavíu og Slóveníu. Í hópnum var einnig Ragnar Ingi Axelsson sem spilaði með Þrótti þar til í fyrra.
Þrír leikmenn úr Þrótti Neskaupstað voru í U-16 ára landsliði kvenna í blaki sem tók þátt í móti með liðum úr Norður-Evrópu í Færeyjum. Þar voru Anna Móberg Herbertsdóttir, EmblaRós Ingvarsdóttir og Gígja Ómarsdóttir. Liðið endaði í sjötta sæti eftir að hafa tapað 3-1 fyrir Írum í leik um sæti.