Skip to main content

Sex frá Hetti í fimleikalandsliðum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. maí 2022 10:51Uppfært 17. maí 2022 10:51

Sex strákar frá Hetti voru í gær valdir í landsliðin í hópfimleikum sem taka þátt í Evrópumótinu í haust.


Þeir Alexander Þór Helgason og Andrés Ívar Hlynsson eru í landsliði drengja en Ásgeir Máni Ragnarsson, Bjartur Blær Hjaltason, Gísli Már Þórðarson og Þorvaldur Jón Andrésson í blönduðu liði unglinga.

Mótið verður haldið 14. – 17. september í Lúxemborg. Ísland sendir tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og karlalið. Í unglingaflokki verða send þrjú lið, stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga. Liðni hefja æfingar í júní og æfa saman fram að mótinu.

Landsliðin samanstanda alls af 81 fimleikaiðkenda. Auk Hattar eiga Afturelding, Fimleikafélag Akureyrar, Gerpla, Keflavík, Selfoss og Stjarnan þar fulltrúa.