Skip to main content

Obie Trotter til Hattar

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. júl 2022 09:05Uppfært 26. júl 2022 09:06

Körfuknattleikslið Hattar, sem spilar í úrvalsdeild karla næsta vetur, hefur fengið til sín reynslumikinn leikstjórnanda fyrir átökin.


Obie Trotter er 38 ára gamall, 188 cm hæð. Hann er fæddur í Bandaríkjunum en með ungverskt vegabréf.

Hann gerði atlögu að því að komast inn í NBA deildina árið 2006 en var ekki valinn í nýliðavalinu. Hann flaut þess í stað yfir Atlantshafið og lenti í Þýskalandi. Hann hefur síðan leikið í tíu Evrópulöndum til viðbótar, síðast með Alicante á Spáni.

Obie fékk ungverskt vegabréf sumarið 2011 og á að baki nokkra landsleiki þar. Hann er væntanlegur til Egilsstaða um miðjan ágúst.