Skip to main content

Múlaþing verðlaunar Hött með milljón króna styrk

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. sep 2021 15:17Uppfært 22. sep 2021 15:19

Byggðaráðs Múlaþings samþykkti á fundi sínum í gær að verðlauna Hött rekstrarfélag með milljón króna styrk vegna þess hve vel gekk í knattspyrnunni í sumar. Styrkurinn er eyrnamerktur meistaraflokki Hattar/Hugins í karlaflokki og meistaraflokki Fjarðabyggð/Hetti/Leikni F. í kvennaflokki.


Árangur Hattar á knattspyrnusviðinu í sumar gat ekki orðið betri en liðið varð deildarmeistari í 3. deild karla og F/H/L var deildarmeistari í 2. deild kvenna ásamt því að vinna úrslitakeppni deildarinnar.


Fyrr í þessum mánuði verðlaunaði Fjarðabyggð árangur F/H/L með 250 þúsund króna styrk svo meistaraflokkur F/H/L.