Skip to main content

Körfubolti: 30 stiga sigur á Hamri

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. okt 2021 08:39Uppfært 18. okt 2021 08:41

Höttur heldur áfram á beinu brautinni í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Liðið vann Hamar í Hveragerði á föstudag 68-96.


Höttur hafði yfirburði allan leikinn, var 13-26 yfir eftir fyrsta leikhluta og 32-46 í hálfleik.

Hamar hélt hlutunum í horfinu í þriðja leikhluta, að honum loknum var staðan 54-68 en í fjórða leikhluta keyrði Höttur yfir heimamenn og vann að lokum með 30 stigum.

Timothy Guers var stigahæstur Hattarmanna með 27 stig en Juan Luis skoraði 17 auk þess að taka 11 fráköst.

Höttur og Haukar eru eftir fjórar umferð í deildinni einu liðin með fullt hús stiga. Höttur tekur næst á móti Skallagrími á föstudagskvöld.