Skip to main content

Knattspyrna: Fjarðabyggð/Hetti/Leikni dæmdur sigur gegn Grindavík

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. mar 2022 14:10Uppfært 03. mar 2022 14:17

Kvennaliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í knattspyrnu hefur verið dæmdur 3-0 sigur í leik gegn Grindavík um síðustu helgi þar sem Grindavík notaðist við ólöglega leikmenn.


Þetta kemur fram í úrskurði sem Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér í gær. Fram kemur að þrír erlendir leikmenn Grindavíkur hafi verið skráðir í erlend félög.

Leikmennirnir voru allir í byrjunarliði Grindavíkur, en liðin mættust á laugardag í Fjarðabyggðarhöllinni í B deild Lengjubikarsins. Grindavík vann leikinn 0-6. Auk þess að tapa leiknum þarf Grindavík að greiða 120.000 sekt.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir leikur næst á heimavelli gegn HK á laugardag.

Í Lengjubikar karla hefur Höttur/Huginn unnið báða leiki sína í B riðli 2. deildar, fyrst gegn Fjarðabyggð/Leikni 1-3 og 2-3 gegn Fjallabyggð um helgina. Höttur/Huginn á frí um helgina en Fjarðabyggð/Leiknir spilar við Magna á sunnudag á Akureyri.