Skip to main content

Keppnisskapið brýst fram í boccia

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jan 2019 13:37Uppfært 23. jan 2019 13:38

„Íþróttin er mjög skemmtileg og og keppnisskapið brýst alveg fram í manni,” segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en fyrir liggur að endurvekja boccia-íþróttina á staðnum í vetur.



„Lionsmenn höfðu samband við okkur og langaði svo að endurvekja bocciastarfið hér á Seyðisfirði. Íþróttafélagið Viljinn sem var hér um tíma hélt úti öflugu bocciastarf en það lagðist af um leið og félagið.

Í samstarfi við Lions langar okkur því að láta á það reyna að endurvekja íþróttina hér á staðnum, en það væri góður vettvangur fyrir fólk að koma saman og hafa gaman. Íþróttin er fyrir alla og allir eru jafnir í henni, en það er svo skemmtilegt,” segir Dagný Erla.

Fyrsti tíminn verður í íþróttahúsinu laugardaginn 2. febrúar milli klukkan 12:00 og 13:00. Eldri borgurum, öryrkjum og fötluðum einstaklingum er sérstaklega boðið að koma og taka þátt.