Skip to main content

Ísold Fönn fyrst Íslendinga til að ná tveimur þreföldum stökkum

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. jan 2021 14:34Uppfært 26. jan 2021 14:39

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, listdansari á skautum frá Möðrudal á Fjöllum, varð nýverið fyrst Íslendinga til að stökkva samsetningu með tveimur þreföldum stökkum.


Þetta kemur fram í frétt á vef Skautasambands Íslands. Þar má sjá myndband af æfingtu þar sem hún lendir samsetningunni.

Í fréttinni kemur fram að Ísold Fönn hafi fyrst íslenskra skautara lent bæði þreföldu „Lutzi“ og fyrstu samsetningunni með tveimur þreföldum stökkum, þrefalt „Flippi“ og þreföldu „Toeloop“.

Þá setti hún stigamet í flokki Junior Ladies, í stuttum æfingum með 56,81 stig, frjálsum æfingum með 94,38 og samanlagt með 151,19 stig.

Árangrinum náði hún á mótum í Champéry í Sviss þar sem hún hefur búið og æft síðasta árið. Þjálfari hennar er Stéphane Lambiel sem sjálfur er tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum.

Mynd: Skautasamband Íslands