Skip to main content

Höttur í úrvalsdeildina í körfubolta á ný

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. apr 2022 22:54Uppfært 22. apr 2022 23:36

Körfuknattleikslið Hattar frá Egilsstöðum mun spila gegn þeim allra bestu á næstu leiktíð eftir að körfuknattleiksfélagið lagði lið Álftaness í kvöld með 99 stigum gegn 70 stigum Álftnesinga.

Þörf var á þremur sigrum til að tryggja liðinu sæti í Subway-deildinni á næstu leiktíð og leikmenn Hattar gerðu það sem þurfti til í kvöld. Sigurinn verðskuldaður og aldrei alvarlega í hættu en liðið frá Egilsstöðum leiddi alla fjóra leikhlutana. Þetta var þriðji sigur Hattar á liði Álftaness í baráttunni um laust sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og meira þarf ekki til að komast í úrvalsdeildina.

David Guardia Ramos frá Spáni átti stórleik og negldi 21 stig í leik kvöldsins fyrir Hött í viðbót við fjögur fráköst. Annar Spánverji, Juan Luis Navarrro, átti líka fínan leik og endaði með fimm stig, tólf fráköst og fimm stoðsendingar.