Skip to main content

Höttur/Huginn hlaut háttvísisverðlaun KSÍ

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. feb 2022 16:20Uppfært 24. feb 2022 16:22

Knattspyrnulið Hattar/Hugins þótti vera prúðasta liðið í 3. deild karla á liðnu tímabili ásamt knattspyrnufélaginu Sindra frá Höfn og hlutu að launum háttvísisverðlaun Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2021.

Árleg afhending þessara verðlauna tekur ávallt mið af fjölda gulra og rauðra spjalda sem félögin fá yfir leiktíðina og því færri slík því prúðari þykja liðin vera.

Prúðustu liðin í efstu tveimur deildum karla fá sérstaka styttu, Drago-styttu, sem verðlaunagrip en þær hlutu að þessu sinni Breiðablik í Pepsi Max deild karla og Þróttur Reykjavík í Lengjudeild karla.

Þróttur tók einnig verðlaun sem prúðasta liðið í í Pepsi Max deild kvenna síðastliðið keppnistímabil. Augnablik var með prúðasta liðið í Lengjudeild kvenna og KH í 2. deild kvenna. Í 2. deild karla var ÍR prúðasta liðið

Mynd: Fyrirliði Hattar/Hugins, Kristófer Einarsson, tók við verðlaunum fyrir prúðsemina úr höndum formanni Knattspyrnusambands Íslands Vöndu Sigurgeirsdóttur. Mynd KSÍ