Skip to main content

Heimir hættur hjá Fjarðabyggð

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. sep 2021 17:54Uppfært 18. sep 2021 17:55

Heimir Þorsteinsson hefur látið af störfum sem þjálfari Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.


Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu félagsins að loknum síðasta leik liðsins í sumar.

Þar er Heimi þakkað fyrir framlag hans til félagsins og tekið fram að hann hafi gefið félaginu mikið í gegnum árin þótt verkefni sumarsins hafi ekki gengið upp.

Liðið endaði í 11. sæti annarrar deildar karla og féll. Liðið vann aðeins tvo leiki í sumar og var komið fram í 17. umferð þegar sá fyrri kom.

Síðasti leikurinn var 0-3 ósigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Eskifjarðarvelli.