Skip to main content

Glíma: Fimm gullverðlaun á glímumóti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2021 11:49Uppfært 03. nóv 2021 11:51

Tólf keppendur frá UÍA komu heim með fimm gullverðlaun af glímumóti í Vogum. Keppt var bæði í flokkum fullorðinna og barna.


Elín Eik Guðjónsdóttir sigraði í flokki 14-15 ára stúlkna eftir úrslitaglímu. Þrír aðrir keppendur þau Sandra Dögg, Matthías Örn og Þórhallur Karl kepptu á barnamótinu, sem var fyrir 15 ára og yngri. Þórhallur Karl náði í brons í flokki 12-13 ára drengja.

Kristín Embla Guðjónsdóttir keppti ein að austan í kvennaflokki. Hún vann opinn flokk með fullt hús vinninga en hafði síðan sætaskipti við Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur úr Njarðvík í +75 kg flokki og varð í öðru sæti.

Flestir keppendur UÍA voru í karlaflokkunum, sex kepptu í opnum flokki karla. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson vann allar sínar glímur, bæði í opnum flokki og +84 kg flokki.

Hákon Gunnarsson, sem er 16 ára, varð í þriðja sæti í báðum flokkum. Hann vann hins vegar í unglingaflokki. Þar lenti félagi hans Ægir Örn Halldórsson í öðru sæti sem og í -84 kg flokki. Í síðarnefnda flokknum vann hann Hjört Elí Steindórsson í úrslitaglímu um sætið.

Til viðbótar við keppendur voru dómarar frá UÍA á mótinu.