Gistiheimilið Borg vann sveitakeppni í bridge
Íþróttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. apr 2013 18:29 • Uppfært 08. jan 2016 19:24
Austurlandsmótið í sveitakeppni í bridge fór Egilsstöðum um síðustu helgi. Tíu sveitir af öllu Austurlandi mættu til leiks. Spilaðar voru tíu spila leikir og einföld umferð.
Úrslit urðu þessi:
1. Gistiheimilið Borg.
Skúli Sveinsson, Bjarni Sveinsson, Magnús Valgeirsson, Kári Ásgrímsson, Jón Þór Kristmannsson.
2. Haustak.
Pálmi Kristmannsson, Stefán Kristmannsson, Þorsteinn Bergsson, Magnús Ásgrímsson og Þorvaldur Hjarðar.
3. Sveit Vigfúsar Vigfússonar.
Vigfús Vigfússon, Jóhanna Gísladóttir, Auðbergur Jónsson og Hafsteinn Larsen.
Skúli og Magnús úr borgfirsku sigursveitinni etja kappi við Hafstein og Auðberg sem náðu 3. sæti. Mynd: Ólafur Þór Jóhannsson