Skip to main content

Framherji frá Fílabeinsströndinni til Einherja

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. júl 2021 14:30Uppfært 06. júl 2021 14:30

Moussa Ismael Yann Trevor Sidibé, sem er oftast einfaldlega kallaður Ismael, hefur gengið til liðs við Einherja og mun leika með liðinu í sumar.

Ismael er 24 ára gamall sóknarmaður frá Fílabeinsströndinni en hefur leikið á Spáni frá því hann var unglingur. Síðast lék Ismael með Ciudad de Murcia í fjóru efstu deild Spánar.

Ismael kemur til Einherja þegar liðið er í nokkuð erfiðri stöðu en fyrr í dag hætti Helgi Snær Agnarsson sem þjálfari liðsins en félagið er sem stendur í fallsæti í 3. deildinni. Liðinu hefur vantað markaskorara á tímabilinu en markahæstu menn liðsins eru með þrjú mörk í tíu leikjum.

 

Gera má ráð fyrir að Ismael verði í leikmannahóp Einherja laugardaginn næstkomandi þegar Einherji mætir Víði Garði á útivelli.