Skip to main content

Fjarðabyggð Íslandsmeistari í þriðja flokki í futsal

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. apr 2013 17:23Uppfært 08. jan 2016 19:24

leiknir_fjardabyggd_3fl.jpg
Lið Fjarðabyggðar varð fyrir skemmstu Íslandsmeistari í þriðja flokki karla í futsal, sem er innanhússknattspyrna leikin með þyngri knetti og reglum sem eiga að gera leikinn hraðari og áhorfsvænni.

Úrslitakeppnin fór fram í Garði þar sem liðið lék gegn sameiginlegu liði heimamanna og Sandgerðina, Hvöt, Val og Snæfellsnesi. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill sameiginlegs yngri flokka starfs undir merkjum Fjarðabyggðar

Einn leikmannanna er Kristófer Páll Viðarsson sem nýverið var valinn í íslenska U-17 ára landsliðið sem tók þátt í æfingamóti í Wales nýverið.

Mynd: Leiknir F./Jóhanna Hauksdóttir