Skip to main content

Deildakeppnin klárast í blakinu

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. apr 2021 12:08Uppfært 23. apr 2021 12:09

Engir áhorfendur verða heimilaðir á síðustu leikjum Mizunu-deildanna í blaki. Deildakeppninni verður lokið um helgina.


Blakið er eins og aðrar íþróttir að hefjast á ný eftir mánaðarlangt keppnisbann vegna Covid-faraldursins.

Leikjunum sem fara áttu fram meðan bannið var hefur verið aflýst og því klárast deildakeppnin um helgina. Hins vegar hefur úrslitakeppninni verið breytt þannig að öll liðin fara í hana en staða þeirra í deildinni ræður hvort þau fái heimaleikjarétt.

Kvennalið Þróttar leikur í kvöld klukkan 19:00 gegn KA í Neskaupstað. Kvennaliðið er í fimma sæti deildarinnar og gæti með sigri lyft sér upp í það fjórða, gegn því að önnur úrslit verði hagstæð. Skammt á eftir í sjötta sætinu er Þróttur Reykjavík.

Karlaliðið tekur svo á móti Vestra klukkan 14:00 á morgun. Það er í sjötta sæti af níu en gæti með sigri náð fjórða sætinu.

Ákveðið var í samráði Blaksambandsins og félaganna að engir áhorfendur verði á leikjum helgarinnar til að efla sóttvarnir. Hins vegar verða leikirnir sendir út á vegum Þróttar.

Mynd: Blakdeild Þróttar