Skip to main content

Daníel Baldursson Íslandsmeistari ungmenna með trissuboga

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2021 12:00Uppfært 03. nóv 2021 12:03

Daníel Baldursson úr Skotfélagi Austurlands varð um helgina Íslandsmeistari með trissuboga í flokki karla 18 ára og yngri á Íslandsmóti ungmenna um helgina.


Daníel náði titlinum eftir úrslitarimmu við Hafnfirðinginn Nóam Óla Stefánsson. Jafntefli varð í fyrstu lotu, 27-27 en Daníel náði einu stigi meira í öllum ferðum eftir það og vann 142-138.

Daníel var einnig stigahæstur eftir forkeppni þar sem hann fékk 560 stig, tíu stigum meira en Nóam.