Skip to main content

Brynja Líf í unglingalandsliðið

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. apr 2022 08:09Uppfært 12. apr 2022 08:10

Brynja Líf Júlíusdóttir varð nýverið önnur konan í sögu körfuknattleiksdeildar Hattar til að verða valin í lokahóp hjá íslensku landsliðið.


Brynja Líf hefur verið valinn í U-15 ára landslið kvenna í körfuknattleik. Einu sinni áður kona frá Hetti komist í unglingalandslið en það var móðir Brynju, Kristín Rut Eyjólfsdóttir. Hún var valin í U-16 ára landsliðið árið 1996.

Báðar eiga það sameiginlegt að æfa með strákahópnum á þeim tíma sem þær eru valdar. Þá hefur Kristín Rut þjálfað Brynju í yngri flokkum. Eftir því sem næst verður komist eru þær einu konurnar af Austurlandi sem komist hafa í lokahópa landsliða í körfuknattleik.

Kristín Rut fór á sínum tíma á Norðurlandamót í Danmörku en liðið nú stefnir á Norðurlandamót í Finnlandi um mánaðamótin júní/júlí. Æfingar byrja í lok maí.

Mynd: Körfuknattleiksdeild Hattar