Skip to main content

Blak: Þróttur tapaði fyrsta leik

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. apr 2022 08:50Uppfært 15. apr 2022 08:51

Þróttur tapaði fyrir KA í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna þegar liðin mættust á Akureyri í gær.


KA, sem er deildarmeistari, hafði talsverða yfirburði í leiknum og vann hann 3-0.

Þróttur var yfir allra fyrst í byrjun fyrstu hrinu en KA snéri henni síðan sér í vil og vann þægilega, 25-17. KA hafði síðan yfirburði í annarri hrinu og vann hana 25-16.

Líkt og í þeirri fyrstu spriklaði Þróttur í byrjun þriðju hrinu áður en KA náði yfirhöndinni og vann hana 25-18. Liðin mætast öðru sinni í Neskaupstað á þriðjudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit.

Höttur leikur sinn fyrsta leik í úrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik á morgun, laugardag, klukkan 19:15 þegar liðið tekur á móti Álftanesi. Á miðvikudagskvöld varð loks ljóst að Álftanes yrði mótherji Hattar í umspili um laust sæti í úrvalsdeild en Álftanes vann þá Sindra í oddaleik eftir mikla spennu, 77-80. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer upp í úrvalsdeild.

Mynd: Sigga Þrúða