Skip to main content

Blak: Þróttur mætir KA í undanúrslitum bikarsins

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. mar 2022 14:17Uppfært 14. mar 2022 14:31

Þróttur Neskaupstað leikur gegn KA í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Liðið sló út HK í undanúrslitum um helgina í oddahrinu.


Gestirnir úr Kópavogi fóru betur af stað í íþróttahúsinu í Neskaupstað, skoruðu fyrstu sex stigin og komust í 1-10 áður en Þróttur byrjaði að vinna sig til baka. Það gekk vel en ekki nógu vel til að snúa við fyrstu hrinu sem HK vann 21-25.

Þróttur náði undirtökunum í miðri annarri hrinu og vann hana 25-18 og þriðju hrinu 25-16. Þróttur var líka yfir lengst af fjórðu hrinu en missti hana niður í lokin og HK vann 22-25.

Í oddahrinunni var HK yfir upp í 9-11. Þróttur skoraði þá fjögur stig í röð, komst í 13-9 og gerði síðan út um leikinn 15-13.

Paula Miguel var stigahæst hjá Þrótti með 22 stig en Maria Jimenez skoraði 15.

Í hádeginu var dregið í undanúrslitum, Þróttur mætir þar KA. Í hinum leiknum spilar Afturelding gegn Álftanesi. Leikið verður laugardaginn 2. apríl en úrslitaleikurinn er daginn eftir.

Mynd: Sigga Þrúða