Skip to main content

Blak: HK hafði betur í fyrsta leik

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. maí 2021 09:27Uppfært 05. maí 2021 09:27

HK hafði betur gegn Þrótti Neskaupstað, 3-0, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki í gær.


HK fór mun betur af stað, vann fyrsti hrinu 25-18 og aðra 25-17.

Þrótti gekk betur í þriðju hrinu, var mest yfir 11-15 og með yfirhöndina fram að 15-18 þegar fjögur stig heimaliðsins breyttu stöðunni í 19-18.

Þróttur tók leikhlé og jafnaði í 19-19 en HK var komið með stjórnina, vann hrinuna 25-22 og leikinn þar með 3-0. Liðið batt þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Þróttar.

Liðin mætast öðru sinni í Neskaupstað á laugardag. Liðið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslit. Í hinni undanúrslitaviðureigninni vann Afturelding KA 3-2.