Skip to main content

Blak: Bæði lið í þriðja sæti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. okt 2021 14:22Uppfært 05. okt 2021 14:26

Blaklið Þróttar Neskaupstað eru bæði í þriðja sæti í efstu deildum Íslandsmótsins í blaki eftir fyrstu þrjá leikina. Gæfa þeirra var misjöfn um helgina.


Kvennaliðið tapaði sínum fyrsta leik í haust þegar það lá fyrir KA á Akureyri. Norðanliðið vann hrinurnar nokkuð sannfærandi, 25-15, 25-19 og 25-18.

Helst var það í þriðju hrinu sem Þróttur átti möguleika, var yfir 5-9 og með yfirhöndina þar til staðan var 12-13. Þá átti KA frábæran kafla og komst í 19-13. Eftir það var eftirleikurinn þægilegur. Þróttur er með sex stig úr þremur fyrstu leikjunum.

Karlaliðið fór suður til Reykjavíkur og vann Fylki 1-3, en þurfti að hafa fyrir að landa sigrinum í restina. Eftir að hafa unnið fyrstu hrinurnar 20-25 og 16-25 unnu Fylkismenn 25-20. Síðasta hrinan endaði 22-25 þannig Þróttur slapp við oddahrinu.

Liðið náði því öllum stigunum sem í boði voru. Það er með sjö stig eftir þrjá leiki.