Skip to main content

Blak: Afar, feðgar og afmælisbarn

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. jan 2022 08:24Uppfært 27. jan 2022 18:25

Tveir afar voru í karlaliði Þróttar sem tók á móti KA í úrvalsdeild karla í blaki á miðvikudagskvöld. Feðgar voru einnig í liðinu. Hjá kvennaliðinu spilaði afmælisbarn.


Feðgarnir Hlöðver Hlöðversson og Egill Kolka Hlöðversson spiluðu fyrir um ári sinn fyrsta leik saman. Leikurinn á miðvikudag var sá fyrsti hjá Agli í byrjunarliði en Hlöðver hóf leikinn á bekknum.

Hlöðver er einnig annar tveggja afa í liðinu, hinn er Þórarinn Ómarsson.

Þrátt fyrir þeirra miklu reynslu gegn Þrótti illa í leiknum og tapaði 0-3 eða 21-25, 23-25 og 19-25 í hrinum. Liðið er í sjötta sæti eftir leikinn.

Kvennalið félaganna mættust einnig í Neskaupstað á miðvikudagskvöld, sem hitti á afmælisdag Heiðu Elísabetar Gunnarsdóttur. Hún var stigahæst í liði Þróttar með 13 stig.

Þá dugði þó ekki nógu langt í leik sem KA vann 1-3 eða 16-25, 25-13, 23-25 og 13-25. Þróttarliðið er í þriðja sæti deildarinnar.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða