Skip to main content

Birna Jóna Sverrisdóttir bætti Íslandsmet

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. júl 2021 09:56Uppfært 20. júl 2021 09:56

Á Sumarleikum Héraðssambands Þingeyinga um síðastliðna helgi bætti Birna Jóna Sverrisdóttir, úr Hetti, Íslandsmet í sleggjukasti í flokki 14 ára.

Birna Jóna kastaði sleggjunni 41,17 metra í kastinu sem hún setti Íslandsmetið.


Hafdís Anna Svansdóttir og Eyvör Lilja Hlynsdóttir kepptu einnig á mótinu fyrir Hött og komust báðar á verðlaunapall.


Næst á dagskrá hjá iðkendum Hattar í frjálsum íþróttum er Unglingalandsmótið sem í ár fer fram á Selfossi dagana 29. júlí til 1. ágúst.