Skip to main content

Birna Jóna setti aldursflokkamet í sleggjukasti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. ágú 2022 08:12Uppfært 16. ágú 2022 13:10

Birna Jóna Sverrisdóttir, sleggjukastari úr Hetti, setti aldursmet í flokki 15 ára í keppni á Vilhjálmsvelli á sunnudag.


Birna Jóna kastaði 4 kg sleggjunni 42,07 cm í sinni fimmtu tilraun. Hún átti annars ágætan dag á mótinu og náði sínum besta árangri á ferlinum í bæði spjóti og kringlukasti. Birna Jóna fylgdi þar með eftir góðu sumri sem skilaði henni þátttökurétti á Ólympíuleikum æskunnar í síðasta mánuði.

Ríflega 20 keppendur, 11 ára og eldri, tóku þátt í mótinu sem var haldið þar sem þessum hluta Sumarhátíðar UÍA var frestað í sumar þar sem hún rakst á við Meistaramót Íslands 11-14 ára.

Margir aðrir keppendur á mótinu náðu þar sínum besta árangri á ferlinum þótt ekki væri um landsmet að ræða.

Mynd: FRÍ