Skip to main content

Ólafur Bragi kosinn akstursíþróttamaður ársins

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. okt 2013 17:38Uppfært 30. okt 2013 15:12

oli bragi heimsmeistari webEgilsstaðabúinn Ólafur Bragi Jónsson, heimsmeistari í torfæruakstri, var valinn akstursíþróttamaður ársins 2013 á lokahófi Akstursíþróttasambands Íslands sem haldið var í Hafnarfirði á laugardag.


Ólafur Bragi keppir í flokki sérútbúinna bifreiða í torfæruakstri. Hápunktur ársins hjá honum var sigur á heimsmeistaramótinu í torfæruakstri í Skien í Noregi í haust. Hann varð annar í Íslandsmótinu en keppti ekki í öllum umferðunum.

Ólafur Bragi hóf keppni á „Refnum" árið 2006 og varð í sjötta sæti það sumar. Árið eftir varð hann í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu en hampaði meistaratitlinum árið 2008.

Hann endurheimti Íslandsmeistaratitilinn árið 2011 og aftur 2012. Þess á milli varð hann Íslandsmeistari í flokki útbúinna jeppa í sandspyrnu árin 2010 og 2011.

Sex ökumenn voru tilnefndir til verðlaunanna í ár.