Skip to main content

Íþróttir helgarinnar: Þróttur gegn Þrótti

ÍþróttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. okt 2013 13:28Uppfært 11. nóv 2013 00:08

blak throttur hk okt13 kk 0016 webBlaklið Þróttar í Neskaupstað taka á móti nafna sínum úr Reykjavík um helgina. Körfuknattleikslið Hattar heimsækir Fjölni í Grafarvogi í fyrstu deild karla.



Fyrsti leikurinn í blakinu verður klukkan 20:00 í kvöld en þá mætast karlaliðin. Þau leika svo aftur klukkan 12:00 á morgun. Kvennaleikurinn hefst klukkan 14:00 eða að karlaleiknum loknum.

Frítt er á leikinn en tekið á móti frjálsum framlögum. Fyrir þá sem ekki komast á leikina má benda á beina vefútsendingu á :http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak

Karlaliðið er í öðru sæti Mikasa-deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki. Kvennaliðið er í öðru sæti með þrjú stig úr einum leik.

Höttur heimsækir Fjölni í Grafarvogi í fyrstu deild karla í körfuknattleik klukkan 19:15. Höttur hefur tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.